news

Aðgerðaáætlun leikskólans

08. 10. 2020

Aðgerðaáætlun vegna covid – Leikskóli Snæfellsbæjar.

Ef upp kemur smit í Snæfellsbæ.

Til Foreldra:

 • Foreldrum og aðstandendum verður ekki heimilt að koma inn í skólabygginguna nema brýna nauðsyn beri til. Ef viðkomandi þarf að koma inn þá er grímuskylda.
 • Foreldrar noti dyrabjöllu, starfsfólk tekur á móti börnunum og skilar. Reynt verður að skila börnunum úti við hliðið í lok dags. Bláu Ikea pokarnir eru lang bestir fyrir útifatnað barnanna.
 • Foreldrar sem eru með barn í aðlögun verða að vera með grímu.
 • Í öllum viðtölum við sérfræðinga sem eiga sér stað innan veggja leikskólans er grímuskylda.
 • Við tökum ekki á móti börnum sem eru með flensueinkennni (hita, beinverki, kviðverki, niðurgang og kvef ) Miðað skal við að þeir sem hafa verið með hita snúi aftur hitalaus a.m.k. eftir einn sólarhring.
 • Við látum vita þegar þessar hertar reglur taka gildi á facebook síðu leikskólans.

FRÁ MENNTA OG MENNNINGAMÁLARÁÐANEYTINU 5.10.2020

Um leikskóla er fjallað í 3. grein í reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar:

 • Leikskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með því skilyrði að starfsfólk sem á erindi inn í skólabyggingar gæti að minnst 1 metra nálægðartakmörkun sín á milli án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Ekki skulu vera fleiri en 30 einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr í hverju rými. Ekki gilda aðrar takmarkanir á samkomum barna á leikskólaaldri.
 • Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til.
 • Viðvera foreldra sem dvelja inni á leikskóla vegna aðlögunar skal skipulögð þannig að þeir þurfi ekki að nota hreinlætis- eða mataraðstöðu í byggingunni og skulu þeir gæta að minnst 1 metra nálægðartakmörkun jafnt sín á milli og gagnvart starfsfólki. Aðeins eitt foreldri fylgi barni í aðlögun.
 • Stjórnendum leikskóla er heimilt að krefja foreldra að nota andlitsgrímur í aðlögun.
 • Aðrir en starfsmenn og foreldrar sem koma inn á leikskóla, svo sem vegna vöruflutninga, skulu gæta að 1 metra nálægðartakmörkun.
 • Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa eða sótthreinsa byggingar eftir hvern dag.

© 2016 - 2020 Karellen