Innskráning í Karellen
news

Febrúar

31. 01. 2018

Í febrúar ætlum við að huga að heilsunni, Ari tannlæknir kemur til okkar með fræðslu um tannbrustun. Dagur leikskólans er 6. og ætla börnin að svara spurningum um leikskólann. 12. Bolludagur- borðum við mikið af bollum, 13. Sprengidagur- er baunasúpa m/saltkjöti og 14. Öskudaginn verður grímuball og allir eru velkomnir í búningum.Pulsur með tilheyrandi í hádeginu. 23. er ljósmyndadagur og þá má koma með mynd að heima og segja frá hverjir eru á myndinni. Við höldum áfram með foreldraverkefnin 2 x í viku og takk fyrir að taka þátt og gera byrjunina á deginum skemmtilegann. Foreldraverkefnin eru á Krílakoti á þriðjudögum/fimmtudögum og á Kríubóli á mánudögum og fimmtudögum. Blær er kominn til okkar og er það vináttuverkefni Barnaheilla sem tekur á vináttu og líðan barnanna í leikskólanum..

Inga

© 2016 - 2024 Karellen