Innskráning í Karellen
news

Krílakot 40 ára

28. 05. 2018

Leiskólinn Krílakot 40 ára

Það voru konur í Kvenfélagi Ólafsvíkur sem fyrstar komu á framfæri þeirri hugmynd að nauðsynlegt væri að koma á fót leikskóla í Ólafsvík 1969. Á næstu þremur árum var leitað til hreppsnefndar og fleiri aðila um fjárstuðning og ýmsar uppákomur skipulagðar sem fjáröflun fyrir barnaheimilis-sjóðinn, eins og hann var kallaður.Kvenfélagið lét háar upphæðir renna í sjóðinn og konur unnu mikið og óeigingjarnt starf við fjáröflun og skipulagningu.

Þann 7. febrúar 1972 var leikskólinn opnaður. Gréta Jóhannesdóttir var ráðin fyrsta forstöðukona leikskólans. Fyrstu árin var leikskólinn opinn kl. 13:00-19:00 fyrir börn frá 3-7 ára aldurs og höfðu þau með sér nesti, bæði mat og drykk. Fjöldi barna var misjafn eftir árstíma, en þau gátu verið allt að 49 í einu og voru 3-4 konur starfandi við leikskólann utan forstöðukonu. Kvenfélagið rak leikskólann til 1. mars 1974, en þá tók Ólafsvíkurhreppur við rekstrinum.

19. ágúst 1978 opnaði leikskólinn í nýbyggðu húsnæði við Brúarholt og var þá boðið upp á 4 tíma vistun, 8:00-12:00 f.h. og 13:00-17:00 e.h.Börnin höfðu áfram með sér nesti en fengu mjólk í leikskólanum. Leikskólanum var skipt í tvær deildir, Rauðu- og Guludeild og börnin eru 68 alls, á mismunandi vistunartímum, en boðið er upp á 4-9 klst. vistun. Í maí 2003 var þriðja deildin tekin í notkun og fékk hún nafnið Stubbakot.



© 2016 - 2024 Karellen