Innskráning í Karellen

Klæðnaður

Athygliskal vakin á því að leikskólinn er vinnustaður barnsins og ber því að hafa fatnað í samræmi við það.Hann þarf að vera þægilegur og þola ýmis óhöpp sem geta átt sér stað í leik og starfi, s.s málningaslettur og lím.

Íslensk veðrátta krefst þess að daglega séu meðferðis hlý föt til útiveru. Pollagalli er nausðsynlegur bæði á sumri og vetri. Aukaföt til skiptanna yst sem innst, einnig er gott að hafa með inniskó.

Í kassanum eiga að vera eftirfarandi aukaföt:

2 x nærbuxur 1x nærbolu 2 x sokkapör

1 x peysa 1x buxur 1x sokkabuxur/gammósíur

1 x bolur/stutt-/langerma 1 x vettlingapar

1 x lopasokka 1 x húfa

Hvert barn fær taupoka við byrjun vistunar og er hugsað að þeir pokar séu notaðir fyrir blaut og óhrein föt sem fara heim og ný til skiptanna koma í staðinn og sett í kassann aftur. Þau föt sem þið viljið að barnið sé í úti, hengið á snagann. Merkið öll föt- þau skila sér.

Snæfellsbær er ekki tryggður vegna lausafjármuna nemenda innan leikskólans. Ef gleraugu eða verðmætir munir skemmast er ekki hægt að fá það endurgreitt hjá tryggingafélagi bæjarins. Við viljum beina því til foreldra að fá sér sérstaklega gleraugnatryggingu vegna þessa og ekki leyfa nemendum að koma með verðmæt leikföng og fatnað í skólann

© 2016 - 2023 Karellen