Innskráning í Karellen

Leikskólar Snæfellsbæjar opna frá kl.7:40 og loka kl.16.15, alla virka daga.

Grunntími leikskólans er frá kl.9:00-15:00, en á þeim tíma er skipulögð vinna samkvæmt Námskrá leikskólans.

Foreldrar sækja um þann vistunartíma sem þeir telja henta sér best. Lágmark eru 4 klst. og hámark er 8 1/2 klst.

Ef foreldrar þurfa að breyta vistunartíma barna sinna eru þar til gerð eyðublöð til hjá leikskólastjóra og skil fyrir 15. hvers mánaðar.

Ath. laus pláss þarf að vera til staðar. Umsóknin verður sett á biðlista og samband verður haft við forldra þegar breytingarnar geta átt sér stað.

Mikilvægt er að börnin mæti alltaf á réttum tíma í leikskólann og geti tekið virkann þátt í starfinu sem fer fram hverju sinni. Þannig næst jafnvægi á meðal barnanna í hópnum og auðveldar verður að skipuleggja verkefni dagsins.

© 2016 - 2023 Karellen