Innskráning í Karellen

Leikskóli Snæfellsbæjar undir leikskólanum er tvær starfsstöðvar Krílakot Ólafsvík og Kríuból á Hellissandi. Einkunnarorð leikskólans eru: VIRÐING, VINÁTTA, GLEÐI.

Leikskólinn er leikur að læra leikskóli. Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan, líflegan og árangursríkan hátt.

Leikskóli Snæfellsbæjar er heilsueflandi leikskóli, áhersla er lögð á að vinna með átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þeir eru: Hreyfing, mataræði, geðrækt, öryggi, tannheilsa, fjölskylda, nærsamfélag og starfsfólk.

Gert er ráð fyrir að heilsueflandi leikskólar setji sér heildræna stefnu um heilsueflandi skólastarf, ásamt tímasettri aðgerðaáætlun og að í skólanámskrá sé tekið mið af stefnunni.

Vináttuverkefni barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti sem við fléttum í gegnum allt okkar leikskólastaf.

Lubbi finnur málbein er íslenskur fjárhundur sem langar til að læra að tala en þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Það sem hundum finnst best er að naga bein og er Lubbi engin undantekning. Þess vegna líta málhljóðin út eins og bein sem Lubbi nagar og lærir þannig smátt og smátt að tala. Hann þarf hins vegar góða aðstoð við að læra málhljóðin og ætla krakkarnir að aðstoða hann á ýmsa vegu t.d með söng og ýmsum öðrum æfingum.


© 2016 - 2024 Karellen